Grotta Azzurra
Frægasta náttúruundur eyjarinnar er Blái hellirinn, þar sem heiðblá birta endurvarpast gegnum vatnið. Skipulagðar ferðir eru í hellinn, sumpart tengdar hringsiglingu um eyna. Þá má líka sjá Græna hellinn, sem endurspeglar grænni birtu, hvíta hellinn, sem hægt er að ganga upp í; og Faraglioni-kletta, sem siglt er gegnum.
Anacapri
Anacapri er ekki eins ferðamannalegur staður og Capri. Þaðan er farið landleiðina niður að Bláa hellinum. Og þaðan er farið í stólalyftu upp á hæsta fjall eyjarinnar, Monte Solaro, þaðan sem er ógleymanlegt útsýni í góðu veðri um alla eyna, Napoliflóa og Appeniafjöll.
Hér með lýkur Rómarferð okkar.