Fyndið er, að vinstri flokkarnir í Reykjavík skuli hafa staðið að mismunun barna eftir fjárhag þeirra. Það þurfti hægri flokk til að ákveða að greiða skólaferðalög úr borgarsjóði. Vinstri flokkarnir létu viðgangast, að sum börn færu ekki í skólaferðir. Af því að þau höfðu ekki ráð á þeim. Einnig, að sum börn notuðu ekki fínar dagbækur eins og hin. Þannig vildu skólamenn stéttskipta börnum í 90% normalbörn og 10% riff-raff. Í Fréttablaðinu er bráðfyndið viðtal við formann Skólastjórafélagsins, Hönnu Hjartardóttur. Hún skilur greinilega ekki bofs í málinu. Henni dugar 90% aðild að normi.