Guð gefi mér æðruleysi

Punktar

Guðfræðingurinn Reinhold Niebuhr samdi frægustu bæn heimsins: “Guð gefi mér æðruleysi (serenity) til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því, sem ég get breytt. Og vit til að greina þar á milli.” Hefur í áratugi verið hornsteinn AA-samtakanna, sem halda félagsmönnum frá áfengi og öðrum fíknum. Niebuhr samdi bænina árið 1943 eins og hún hljóðar nú. Eldri útgáfur hafa fundizt í umferð allt frá 1936. Margir telja hana raunar eldri, en sönnun þess hefur látið á sér standa. Sumir segja réttara á íslenzku að nota orðin sálarfriður eða sálarró í stað æðruleysis.