Reiðslóðabanki minn var uppfærður í gær, nær nú yfir 764 reiðslóðir. Nánar tiltekið 666 reiðleiðir (routes) og 98 reiðferla (tracks). Nýju ferlarnir eru einkum úr Þingeyjarsýslum, sem eru feikna gott reiðland. Hef verið þar í hestaferðum í tvö sumur. Allir hafa ókeypis aðgang að bankanum. Geta séð leiðirnar og ferlana á korti, ef þeir eru með GPS Íslandskort í tölvunni. Geta líka hlaðið þeim inn í Garmin-vasatæki með slíku korti. Safnið hefur siðferðilegan stuðning landssambands hestamanna og aðstoð félagsins Glaðs í Dölum. Ég er auðvitað afar stoltur af framtaki mínu, sem er einsdæmi.