Fara tvisvar í hvert hús

Fjölmiðlun

Með hliðsjón af yfirvofandi hruni dagblaðaheimsins er fáránlegt, að blöðin geti ekki komið sér saman um dreifingu. Nú eru tvö kerfi í gangi, Moggans og Fréttablaðsins. DV og 24 stundir eru í kerfi Moggans. Á hverri nóttu og morgni er farið tvisvar í hvert hús til að dreifa dagblöðum. Dreifingin er stærsti kostnaðarliður Fréttablaðsins og 24 stunda. Þess vegna er einboðið, að dagblöðin spari peninga með sameiginlegri dreifingu. Það kemur ekki við neinni sameiningu dagblaða né tilburðum til einokunar. Er bara sjálfsögð viðleitni til sjálfsbjargar á erfiðum tímum. Hér skortir eðlilegan þroska.