Einar Kr. Guðfinnsson ráðherra og Kristján Loftsson lugu í vetur, að hvalkjöt hefði selzt til Japans. Kjötið er enn í tolli í Japan. Hefur ekki verið selt, ekki einu sinni fengið innflutningsleyfi. Norðmenn áttu kjöt í sömu sendingu. Þar hafa hvalveiðar hrunið, aðeins helmingur leyfðra hvala verið veiddur. Brezka blaðið Guardian segir í gær hvalkjötsmarkaðinn hafa hrunið. Lítið seljist í Noregi og á Íslandi og enginn markaður sé lengur í Japan. Því er sjálfhætt að veiða hval, burtséð frá fjölþjóðareglum. Hin hátt skrifuðu markaðslögmál hafa sjálf slegið botninn úr tunnu veiðanna.