Fjarlægjumst hamingjuna

Punktar

Norðurlönd eru á hamingjusamasta enda þjóðanna í hverri rannsókn á fætur annarri. Þótt þær noti misjafnar reikningsaðferðir. Danir fá venjulega hæsta einkunn og hinir koma þétt á eftir. Þetta stafar af þjóðskipulagi, sem sameinar gott hagkerfi og góða dreifingu lífsgæða. Skattar eru háir í þessum löndum. Þeir nýtast til að bæta heilsu og menntun. Til að auka jafnrétti og búa í haginn fyrir elliárin. Danir hafa það svo umfram aðra Norðurlandabúa, að þeir kunna betur að slaka á með fjölskyldunni. Ísland er í gróðahyggju og einkavæðingu að fjarlægast þetta mynztur hamingjunnar.