Flóðlýstir skuggabaldrar

Punktar

Nýleg dæmi sanna, að við þurfum lög um hagsmunatengsl stjórnmálamanna. Þau eiga að ná til þeirra allra. Ekki til að banna neitt, heldur til að varpa ljósi inn í skúmaskot stjórnmálanna. Pólitíkusar Sjálfstæðisflokksins eru þessu andsnúnir, því að þeir eru andvígir gegnsæi. Þeir vilja ekki, að upp komist um tengsl þeirra við fjármagnið í landinu. Lög um spillingu eiga að ná til pólitíkusa, prófkjöra, stjórnmálaflokka, kosninga. Þau eiga ekki að hefta fjármögnun lýðræðis, heldur gera fólki kleift að sjá, hvernig það er fjármagnað. Við þekkjum skuggabaldra á því, að þeir eru þessu andvígir.