Brosti eins og fáviti

Fjölmiðlun

Átakanlegt var að sjá viðtal Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur við Geir Haarde í sjónvarpinu í gær. Hún spurði hann út í fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um, að þingmálum hafi ekki verið þokað fram í sumar. “Þeir hafa þá ekki fylgzt með”, sagði ráðherrann aðeins og brosti eins og fáviti. Hún fylgdi spurningunni ekki eftir. Spurði hann einskis frekar. Bað ekki um neitt dæmi. Geir hafði nýreist hausinn upp úr sandi og gat stungið honum beint í sandinn aftur. Til hvers er svona viðtal? Á ríkissjónvarpinu er Geir talinn goðumlíkur. Þar má hann gera grín að þjóðinni og brosa eins og fáviti.