Sumir Moggabloggarar trúa, að mbl.is sé Ísland. Einn hafði atkvæðagreiðslu um vinsælasta bloggara landsins. Um slíkt þarf ekki atkvæði, því mælingar eru betri. Vinsælasti bloggari mbl.is kemst ekki í tíunda sæti á landsvísu. Í svipuðu sæti er vinsælasti bloggari visir.is. Miklu framar er vinsælasti bloggarinn á eyjan.is, sem oft er í þriðja sæti á landsvísu. Kosningin fann heldur ekki vinsælasta bloggara landsins, Ármann Jakobsson. Bloggið hans í fyrra kom út í sérstakri bók um áramótin. Hann er utan mbl.is, visir.is og eyjan.is. Mælist því ekki í hugum þeirra, sem trúa, að mbl.is sé Ísland.