Fyrir sex mánuðum svaraði ég flestum tölvupósti. Þá voru leifar tímans, þegar ég gat sent tölvupóst til að biðja fólk að svara í símann. Þá var tölvupóstur enn svo nýr, að honum var svarað. Síðan fyrir sex mánuðum hefur sigið á ógæfuhliðina hjá mér. Ósvaraður tölvupóstur hefur hlaðizt upp. 79 bréf. Ég ætlaði að ráðast á bunkann í morgun. Þá komst ég að raun um, að ég yrði að hugleiða svör, gefa mér tíma í þau. Ég sá fyrir mér viku vinnu við að ná upp sex mánaða vanrækslu. Mér sortnaði fyrir augum. Ákvað að leysa málið billega með því að eyða öllum ósvöruðum pósti. “Eyða” var lausnin.