Engir kraftaverkamenn

Punktar

Bankarnir skulda 88% af skuldum þjóðarinnar. Skulda 6500 milljarða. Sumt af því eru skammtímalán, sem þeir hafa lánað áfram sem langtímalán. Þess vegna geta þeir ekki greitt skuldir sínar. Þess vegna geta þeir ekki lánað neinum neitt. Þeir eru ónýtir sem lánastofnanir. Aðeins ári eftir að þeir heimtuðu að fá að éta Íbúðalánasjóð. Ríkið tók tugmilljarða lán til að baktryggja bankana. Þeir ættu að borga vextina, en ekki skattgreiðendur. Nú er komið í ljós, að bankastjórarnir eru ekki kraftaverkamenn, heldur angurgapar. Líka er komið í ljós, að ríkisstjórnin þjónustar bankana, alls ekki kjósendur.