Borgarstjóri Feneyja hyggst fjármagna viðgerð Markúsartorgs með risavöxnum auglýsingaskjám. Napóleon kallaði torgið “fegurstu stofu heims”. Það hefur staðið nánast óbreytt í 900 ár. Borgin er fjárhagslega með allt niður um sig. Massimo Cacciari hyggst fjármagna viðgerðir með því að rústa þessu heimsundri. Hann telur sig þurfa fimm 250 fermetra risaskjái á torginu sjálfu. Alls 1250 fermetra. Hann er snargalinn. Viðgerða er þörf. En alls staðar er viðgerða þörf. Án þess að menn kasti barninu út með baðvatninu. Betra er að selja ferðamönnum aðgang að Feneyjum fyrir 100 evrur á mann.