Fleiri vínber – minna kvef

Punktar

Vísindamenn á vegum þýzkra stjórnvalda telja loftslagsbreytingar verða erfiðari en áður var talið. Þeir hafa gert tilraunir til að áætla þessar breytingar og afleiðingar þeirra. Þær sýna, að grunnvatnsborð lækkar. Skógareldar verða tíðari. Hjartaáföll verða tíðari. Kælikerfi kjarnorkuvera sæta bilunum. Flóð verða tíðari. Hins vegar mun uppskera vaxa, einkum vínberja. Kvef mun minnka og ferðamönnum fjölga. Neikvæðu hliðarnar eru mun þyngri á vogarskálunum en jákvæðu hliðarnar. Þjóðverjar standa fremst í heimi í rannsóknum á loftslagsbreytingum og áhyggjum af afleiðingum þeirra.