Límið farið úr samfélaginu

Punktar

David Simon segir í Guardian, að límingin sé farin úr bandarísku samfélagi. Sameiginleg gildi séu horfin. Annars vegar séu vellauðugir. Hins vegar fólk, sem vinnur í Wal-Mart og hefur ekki til hnífs og skeiðar. Fólk, sem er á sósíalnum í Evrópu, drepst bara í Bandaríkjunum. Simon býr í innbæ Baltimore, þar sem upplausnin er orðin skýr og löggan ræður ekki við neitt. Við sáum svipaða þróun byrja í Bretlandi á stjórnartímum nýfasistans Tony Blair. Þetta er afleiðing af aldarfjórðungs fylgisspekt stjórnvalda við Chicago-skólann í hagfræði. Sú dólga-hagfræði stóðst ekki dóm reynslunnar.