Kominn í nýtt stríð

Punktar

George W. Bush forseti herðir loftárásir á landamærahéruð Pakistans. Á tíma Pervez Musharraf valdaræningja var landið titlað bandamaður frelsisins í baráttunni gegn Al Kaída. Nú þegar lýðræðislega kjörinn forseti er kominn þar til valda, er Bush ekki eins fínlegur í puttunum. Daglega er ráðizt á meintar búðir skæruliða. Í gær féllu 23 í einni árás í Norður-Waziristan, þar af átta börn. Hakkani-feðgarnir hættulegu voru ekki á staðnum, svo að árásin fór út um þúfur. Bush er búinn að bæta Pakistan við fyrri óvinaríki sín, Afganistan og Írak. Senn kemur röðin að Íran. Bandaríkin eru brjáluð.