Fjarri fer, að gufuver Orkuveitunnar gefi af sér hreina orku, jafnvel endurnýjanlega og sjálfbæra. Allt er það tómt bull. Fyrsta orkuverið á Hellisheiði hefur drepið þúsund ára gamlan mosa. Gufur þaðan hrísla eitri ekki bara á mosa heldur líka á mannfólk. Til dæmis í Reykjavík. Mæling á brennisteinsvetni við Grensásveg sýnir margfalda mengun síðan gangsett var Hellisheiðarvirkjun. Út um allar trissur eru komnar reykspúandi borholur, sem úða brennisteini um allt. Enda haga pólitíkusar því svo, að þrjótarnir fremja sjálfir sitt umhverfismat. Og Skipulagsstofnun stimplar á færibandi.