Norski olíusjóðurinn hafnaði Rio Tinto, eiganda álbræðslunnar í Straumsvík. Kirsten Halvorsen fjármálaráðherra tilkynnti það í gær. Olíusjóðurinn selur 500 milljón punda hlut sinn. Það stafar af siðlausri umgengni Rio Tinto við umhverfi og íbúa á námasvæði Grasberg á Papúa í Indónesíu. Ráðherrann sagði engar horfur á stefnubreytingu fyrirtækisins. Eigandi Ísals dumpar eitri í fljót og beitir íbúa hernaði. Til greina kom að útiloka einnig Monsanto, framleiðanda erfðabreytts útsæðis, vegna barnaþrælkunar. En þeirri ákvörðun var frestað. Fyrir á bannlista eru Wal-Mart, Honeywell, BAE og Lockheed.