Þrjátíu starfsmenn eru hjá Útlendingastofnun. Samt taka afgreiðslur þar óralangan tíma, jafnvel nokkur ár. Samt sendir stofnunin út staðlað bréf, sem fær nýbúa til að skjálfa af ótta. Hver samdi þetta bréf? Þarf að verða fjölmiðlamál úr hverri afgreiðslu stofnunarinnar? Ef ekkert er að marka slík bréf og aldrei var ætlunin að reka Mark Cumara úr landi. Ekki frekar en Paul Ramses. Eitthvað er meira en lítið bogið við Útlendingastofnun. Starfsmenn hafa tamið sér gerræði. Þegar ruglið verður svo fjölmiðlamál, flýta þeir sér að segja, að ekkert illt hafi verið meint með aðgerðum.