Bandaríkin eru að verða ein um stríðið gegn Írak. Brezki herinn er flúinn af hólmi. Hinar vígfúsu þjóðir hafa týnt tölunni ein af annarri. Flestar í kyrrþey eins og Íslendingar. En allar með skottið milli fótanna. Sagnfræðin segir okkur, að Írak verði ekki sigrað. Enda er George W. Bush hættur að tala um sigur. Um leið er stuðið að minnka í Atlantshafsbandalaginu með hernaðinum gegn Afganistan. Fréttir af daglegum barnadauða í loftárásum Bandaríkjanna þurrka upp leifarnar af stuðningi Evrópubúa við stríðið. Enda segir sagnfræðin okkur, að enn erfiðara sé að sigra Afganistan en Írak.