Flugferðir eru vaxandi skelfing. Eilífar biðraðir og eftirlit, þröng seta og ekkert súrefni. Það er eins og þú sért á leið til Auswitch. Enda eru gamlar járnbrautarlestir að lifna að nýju. Dónárlestin fer í miklum lúxus frá Þýzkalandi um nítján borgir til Tyrklands. Austurlandahraðlestin fer frá London til Feneyja. Bláa lestin fer frá Höfðaborg til Pretoríu. Gullni stríðsvagninn fer frá Bangalore til Goa á einni viku. Síberíuhraðlestin fer frá Moskvu til Peking á tveimur vikum. Ég held, að meira vit sé í að prófa einhverja slíka ferð. Í stað þess að láta misþyrma sér í flugferðum.