Darwin kominn í náðina

Punktar

Biskupakirkjan í Bretlandi hefur beðizt afsökunar á viðbrögðum sínum við þróunarkenningu Darwins fyrir tveimur öldum. Á heimasíðu kirkjunnar mun í eitt ár birtast greinaflokkur um það efni. Kirkjan viðurkennir, að mörg vísindi nútímans byggjast á kenningunni. Engin vísindi byggjast hins vegar á tilgátunni um sköpun heimsins. Biskupakirkjan vill semja frið við vísindi nútímans. Öfugt við bandaríska öfgasöfnuði, sem vilja útrýma bókum Darwins úr skólabókasöfnum. Eitt furðulegast fyrirbæri nútímans er, að fjórðungur Bandaríkjamanna hafnar þróunarkenningunni. Fyrir tilverknað öfgasafnaða.