Fyrir nokkrum misserum töldu yfirmenn fjölmiðla, að þeir þyrftu að sýna valdaaðilum ræktarsemi. Skipaðir voru fréttastjórar og markaðsritstjórar eftir þeirri línu. Jafnvel voru spunakarlar á sjó dregnir, svo og uppgjafa pólitíkusar. Nú er komið í ljós, að hlutverk fjölmiðla er ekki að biðja um gott veður hjá valdaaðilum. Þeir þurfa hins vegar að biðja um gott veður hjá almenningi, notendum fjölmiðla. Þess vegna hófust í gær til valda menn, sem hugsa meira um fólkið en valdamennina. Fjölmiðlar leiðréttu kúrsinn, reynslunni ríkari. Fjölmiðlun er utangarðsstarf, sem hentar ekki poturum.