Landráð bankastjóra

Punktar

Mér finnst óþægilegt að heyra, að íslenzkur banki eða bankar hafi snemma á þessu ári framið landráð. Yfirmenn hans hafi ákveðið að bjarga fjárhag hans með því að spila gegn gengi krónunnar. Til þess að hagnast á gengismun. Um þetta hefur aðeins verið rætt í blogginu og enn meira á kaffihúsunum. Ég hef ekki hugmynd um, hvort eitthvað sé til í þessu. Vinnubrögð af þessu tagi eru að vísu sjálfsbjargarviðleitni, hrein markaðshyggja, frjálshyggja. En þau hljóta líka að teljast landráð. Þarf ekki að rannsaka þetta mál til hlítar? Komast að því, hvort einhverjir bankastjórar séu landráðamenn.