Vísir.is birti í dag frétt um ofbeldismann, sem dæmdur var í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Með henni var fyrst mynd af Kára Stefánssyni, forstjóra deCode. Það var tilefni bloggs um, að Kári væri að lemja fólk, brjóta hurðir, keyra undir áhrifum fíkniefna og sveifla kylfum. Myndin var röng, en skaði var skeður. Hann hefði verið minni, ef fréttin hefði sagt, að hinn dæmdi heitir ekki Kári, heldur Gauti Þór Gíslason. Það er einmitt galli á nafnleysi í fréttum, að svigrúm skapast til að hafa menn fyrir rangri sök. Fjölmiðlar eiga að nefna þá, sem fréttir snúast um. Þá er ekkert slúður.