Ný tækni við gerð orkuvera á sjávarbotni verður ódýrari en vindmyllur, segir tímaritið Economist. Beizlun sjávarfalla er þar sögð munu kosta 260 milljónir króna á megawatt. En 310 milljónir á megawatt í vindrafstöðvum. Þetta skiptir okkur máli, því að hér eru víða góðar aðstæður, til dæmis í mynni Hvammsfjarðar. Að vísu nær þetta ekki hagkvæmni gufu eða vatnsfalla, 140 milljónir króna á megawatt. En ódýrasta orkan fer að verða upp urin í þágu álbræðslna. Og mikið af restinni verður ekki virkjað vegna andstöðu. Því þurfum við á endanum kannski að virkja sjávarföll til eigin orkuþarfa.