Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á, hvernig komið er fyrir fólki. Þeir hafa árum saman básúnað vizku greiningarstjóra og ráðgjafa hjá bönkunum. Ég man eftir bankastrák og bankastelpu á biðstofunni á Ríkissjónvarpinu, þegar það var efst á Laugavegi. Komu þar á hverju kvöldi til að segja fólki, hvaða pappíra það ætti að kaupa og selja. Ráðgafar hafa sagt fólki, sem fær kaup í krónum, að taka lán í gjaldeyri. Vegna stuðnings fjölmiðla hefur fólk trúað fíflum og föntum. Enn þann dag í dag koma greiningarstjórar banka í fjölmiðla og bulla. Fjölmiðlar eiga að forðast slíka eins og heitan eldinn.