Las leiðara Þorsteins Pálssonar um Davíð Oddsson. Þar var einkum talað undir rós, stundum torskilið fyrir einfeldning eins og mig. Fannst textinn einkum merkur fyrir þá sök, að fyrrverandi formaður talaði til fyrrverandi formanns. En ekki fyrir innihaldið, sem margir hafa áður sagt ágætlega. Tek hins vegar eftir, að margir lofa ritið í blogginu. Ekki þó Egill Helgason. Hann tók sig til í morgun og þýddi leiðarann á íslenzku. Þá skildi ég loks almennilega, hvað Þorsteinn hafði verið að segja. Mér fannst raunar knappur stíllinn mun betri hjá Agli (eyjan.is/silfuregils). Hver hefur sinn smekk.