Beingreiðsla til almennings

Punktar

Ríkið á ekki að borga tap glæfrafyrirtækja, heldur draga forstjórana til ábyrgðar. Ríkissjóður ber ekki heldur neina ábyrgð á tapi hluthafanna. Hann á bara að sjá um öryggisnet almennings. Þess vegna á ríkissjóður að efla sjóði, sem borga atvinnuleysisstyrki. Og greiða lífeyrisþegum uppbót á minnkandi lífeyri sjóðanna. Allt þetta fé á að renna beint til almennings, ekki gegnum glæfrafyrirtæki og glæfrasjóði. Ríkið á svo endurkröfu á öllu fé, sem rennur til þessara þarfa. Ástæðulaust er, að glæfrafyrirtæki njóti skjóls í aðgerðum ríkisvaldsins. Alls engin ástæða er til að þjóðnýta tap.