Blogg og blaðamennska

Fjölmiðlun

Rétt er hjá Andrési Jónssyni, andres.eyjan.is, að meðferð staðreynda er önnur í bloggi en blaðamennsku. Atvinnumenn í fjölmiðlum reyna að hafa staðreyndir réttar fyrir birtingu. Það er ljósi punkturinn í hliðvörzlu blaðamanna. Stafar af, að svertan frýs og myndin fer. Í bloggi hneigjast amatörar hins vegar til að sía upplýsingar eftir birtingu. Það er í eðli bloggs. Leiðréttingar við blogg koma þá fljótt fram á sama vefsvæði, ef vel er að verki staðið. Auðvitað reyna bloggarar að láta þetta ekki koma fyrir. Bloggarar verða eins og fagmenn að læra að birta ekki óstaðfestan orðróm.