Menn eiga ekki að blogga um það, sem þeir eru að hugsa. Ekki einu sinni Guðmundur Rúnar Svansson. Hann fór með rangt mál í gær. Afsakar sig með, að hann geti ekki fallizt á neitt athugavert við, að hann bloggi um það, sem hann sé að hugsa. “Bloggarar eru ekki blaðamenn, og svolítið sérstakt að gera factcheck kröfu á þá.” Í ljósi þessa skil ég betur, hvað ég hef oft verið hissa á illa grunduðum skrifum Vilhjálms. Hann telur bara ekki skyldu sína að fara með rétt mál. Honum finnst “svolítið sérstakt” að gera slíka kröfu til sín. Hann telur bara, að ekki beri að taka mark á sér. Ömurlegt.