Efasemdir um sannreynslu

Fjölmiðlun

Munur er á staðreyndum og skoðunum. Ef bloggari gefur út ranga frétt af myndbirtingu í dagblaði, er það lygi. Staðreyndir geta ekki verið lygi. Ef lygi er birt sem staðreynd, þarf að leiðrétta. Hliðverðir fjölmiðla reyna að gæta þess að fréttir séu ekki lygi, bara staðreyndir. Sumir bloggarar gæta þess því miður ekki eins vel. Skoðanir eru annars eðlis, verða ekki leiðréttar, eru persónulegar. Ef ég vitna ORÐRÉTT í bloggara og segi, að vont sé, að hann vilji ekki sannreyna, geturðu lesið rökin. Ef þau eru góð, máttu trúa því, ef þú vilt. Ef rökin eru léleg, hafnarðu bara skoðuninni. Einfalt.