Sósíaldemókratar hafa farið halloka í kosningum víða um Evrópu síðustu árin. Nema á Spáni og í Portúgal. Stuðningur verksmiðjufólks fer hnignandi. Verkafólk, sem áður kaus krata, kýs nú hægri sinnaða öfgaflokka eða vinstri sinnaðra græningja. Rasistar og græningjar ná betur til fátækra kjósenda heldur en skrifstofukratar með bindishnúta. Í Bretlandi frestaði Tony Blair vandanum með því að taka upp nýfrjálshyggju, sem var í tízku um tíma. Hún hefur nú spilað rassinn úr buxunum og rústað Verkamannaflokknum. Um helgina munu hrynja kratar í Austurríki og rasistar Frelsisflokksins hirða fylgið.