Pétur Blöndal alþingismaður segir álitamál, hvort ekki megi draga bankamenn og fasteigansala til ábyrgðar. Þá, sem hafi hvatt fólk til að taka áhættu, til dæmis með erlendri lántöku við íbúðakaup. Samkvæmt Fréttablaðinu í dag. Þetta er það, sem ég hef verið að segja undanfarið. Fólk ber að vísu ábyrgð á eigin gerðum. En samábyrgir eru þeir, sem blekktu fólkið. Og kerfin að baki þeim, einkum bankar. En það eru fleiri samábyrgir. Svo sem blaðamenn, sem enn taka drottningarviðtöl við greiningarstjóra og aðra lánasölumenn bankanna. Fjölmiðlar voru og eru þáttur í blekkingaleik græðgisbankanna.