Ef Landsbankinn fær að kaupa líkið af Glitni, gefur það sögum byr undir báða vængi. Seðlabankinn verður þá talinn hafa þvingað fram gjaldþrotið í því skyni. Það sé ráðagerð Davíðs gegn Stoðum, sem neyddust til að fara í greiðslustöðvun í kjölfar gjaldþrotsins. Eina leiðin til að slá á slíkar sögur er að hleypa Landsbankanum ekki að. Hann á erfitt vegna Eimskips, Nýsis, spænska fasteignafélagsins og fleiri viðskiptamanna. Það var nógu slæmt að hafa hér aðeins þrjá aðalbanka og verra verður að hafa þá bara tvo. Ríkisvaldið má ekki stuðla að slíkri fækkun og tilheyrandi fáokun.