Kreppa heimsins getur bara versnað. Undir forustu Bandaríkjanna var búinn til ímyndaður peningaheimur með pappírum. Það heitir frjálshyggja. Þegar harðnar í ári, kemur í ljós, að peningar eru ekki til. Betlarar í kaupsýslu fá ekkert. Íslenzkir bankar geta ekki endurfjármagnað sig. Vandræði Glitnis munu endurtaka sig hjá Landsbankanum og Kaupþingi, vonandi í smærri stíl. Útrásarsnillingar vaða um heiminn til að leita að peningum til að dekka vexti fyrri skulda. Þeir koma alls staðar að lokuðum dyrum. Áin er þurr. Traustið sjálft hefur bilað. Hornsteinn frjálshyggjunnar er bara horfinn.