Fyrir áratugum höfðu pólitíkusar þann leiða sið að rifja upp orð mótherja. Báru tíu ára gamlar yfirlýsingar saman við yfirlýsingar dagsins. Þetta var léttvæg iðja, því að skoðanir hljóta að breytast á tíu árum. Enginn hefur sömu skoðanir í dag og hann hafði fyrir tíu árum. En nú eru menn farnir að slá við gömlu pólitíkusunum. Lárus Welding bankastjóri sagði fyrir helgi, að Glitnir væri í fínum málum. Sagði svo bankann til sveitar á sunnudegi. Slík orð koma upp um sjónhverfingamann. Í fyrra skiptið var hann að villa á sér heimildir og bankanum. Hann var, er og verður einfaldlega marklaus.