Misjafnt talað og textað

Fjölmiðlun

Samanburður á tölfræði leiðir ýmsan mun í ljós. Skoðum gemsana. Finnar tala helmingi meira en Svíar og Norðmenn texta fjórum sinnum meira en Svíar. Bara einum af hverjum fimm Dönum finnst í lagi að hafa gemsann í sambandi í boðum, en fjórum af hverjum fimm Svíum finnst það í lagi. Þrír af hverjum fjórum Dönum finnst í lagi að gefa upp gemsanúmerið sitt, en aðeins tveimur af hverjum fjórum Svíum og Finnum finnst það í lagi. Engar upplýsingar hef ég séð sambærilegar um Ísland. Í Suður-Afríku hringja bændur í mjólkurbúið og leggja á eftir eitt píp. Pípið þýðir, að nú má sækja mjólk. Sparar fé.