Kommarnir Merkel, Sarkozy og Bush

Punktar

Örsjaldan sé ég haldið uppi vörnum fyrir frjálshyggju, helzt í Deiglunni. Fullyrðingin er ætíð hin sama. Hrunið sé ekki frjálshyggju að kenna, heldur of miklu regluverki og eftirliti. Tveir hægri sinnaðir landsfeður í Evrópu eru á öðru máli. Angela Merkel í Þýzkalandi segir kreppuna stafa af harðri bandarískri andstöðu við fjölþjóða-regluverk og eftirlit. Nicolas Sarkozy í Frakklandi heimtar fjölþjóðsamstarf um aukið regluverk og eftirlit. Fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins funda nú um kröfu hans. Og George W. Bush vill ólmur þjóðnýta tjónið á Wall Street. Kannski er hann bara laumukommi?