Umræðunni um krónu eða evru er lokið. Hrunið gerði deiluna marklausa. Nú er krónan hrunin. Hún er einskis virði, enginn útlendingur vill kaupa krónu. Allt það, sem verst hafði verið sagt um krónuna, hefur komið fram. Hún er þáttur í spíralnum, sem setti okkur á hausinn. Hér eftir munu fáir halda fram, að brýnt sé fyrir fullvalda þjóð að hafa eigin gjaldmiðil. Við getum snúið okkur að umræðu um, hvernig við getum fengið Evrópsambandið til að meðtaka okkur. Við fullnægjum því miður engu skilyrði um aðild að framtíð Evrópu. En við getum byrjað að byggja upp samfélag, sem er húsum hæft.