Sagan er aftur byrjuð

Punktar

Einn helzti spámaður bandarískrar nýfrjálshyggju, Francis Fukuyama, hefur skipt um skoðun. Bók hans: “The End of History” kom árið 1992. Hún var ein helzta biblía þeirra, sem töldu öld Bandaríkjanna vera að renna upp. Þessa skoðun gaf hann upp á bátinn í bókinni “After the Neo Cons” árið 2006. Kallar nýfrjálshyggjuna Lenínisma. Nú hefur hann endanlega skrifað sig frá henni í langri grein í Newsweek. Þar fjallar hann um kreppuna, fjárhagslegt og siðferðilegt hrun Bandaríkjanna. Kominn á sömu línu og Joseph Stiglitz, sakar Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um að þvinga nýfrjálshyggju upp á heiminn.