Leyndarmál Seðlabankans

Punktar

Halda átti leyndu fyrir þér, að Seðlabankinn hefur í miðjum látunum lánað Kaupþingi rúmt Glitnisverð undir borðið. Sennilega 150 milljarða króna, sem ekki verða til annarrar ráðstöfunar. Þetta er skelfilegt atferli bankastjóra Seðlabankans. Orðið er brýnasta verkefni ríkisvaldins að koma handjárnum á bankastjórana þrjá. Þegar þjóðin berst fyrir tilveru sinni, henda Davíð Oddsson og jábræður hans 150 milljörðum út um gluggann. Er ekki hægt að gera þetta afturvirkt? Líklega þorir Geir Haarde það ekki. Þorir fáu, reyndi beinlínis að halda þessari skelfingu leyndri fyrir þjóðinni.