Ríkisstjórnin og fjármálaeftirlitið hafa sérstæðar hugmyndir um siðferði í viðskiptum. Þessir aðilar telja, að starfshættir bananaríkis dugi, þótt umheimurinn fylgist með. Þeir telja unnt að verðlauna krimmana, sem settu bankana á hausinn og lugu að ríkisvaldinu um stöðuna. Telja í lagi að endurráða bankastjórana. Er samt bara hægt á Íslandi, en ekki annars staðar á Vesturlöndum. Ef markmið ríkisstjórnar og fjármálaeftirlits er að efla trú útlendinga á fjármálum Íslands, er þetta þveröfug aðferð. Í útlöndum ríkir nefnilega siðferðisvitund, sem er óþekkt í bananaríki Geirs Haarde.