Geir Haarde og Björgvin Sigurðsson eru á hálum ís. Segjast ætla að verja markaðsreikninga eins og sparifé. Þá þurfa þeir líka að verja lífeyri í lífeyrissjóðum og séreignasjóðum. Ljóst er, að geta slíkra sjóða til að greiða lífeyri mun skerðast vegna verðrýrnunar á eignum þeirra. Eðlilegt er, að gildi markaðsreikninga skerðist meira. Fólk safnaði á þá reikninga í vissu um meiri áhættu. Það á ekki í senn rétt á hærri ávöxtun hingað til og á sömu vernd og sparifé og lífeyrir hér eftir. Geir og Björgvin eru komnir yfir strikið í yfirlýsingum um að passa alla peninga allra. Geta það ekki.