Kaupþing fór á hausinn í nótt. Fjármálaeftirlitið yfirtók reksturinn eins og Glitnis og Landsbankans. Kauþingsmenn kenndu ógætilegu tali Davíðs Oddssonar um hrun á trausti bankans erlendis. Enda er einstætt í heiminum, að seðlabankastjóri þeyti smjörklípum í ýmsar áttir. Magni vandann í stað þess að tala gætilega. Þótt aðrar ástæður komi einnig að hruninu er ljóst, að kjafturinn á Davíð er einn allra stærsti vandi landsins. Hann heyrir líka mjög illa eins og kom í ljós, þegar hann taldi rússneska sendiherrann vera búinn að lána Seðlabankanum óheyrilegar upphæðir. Þetta gengur ekki lengur.