Mistök Davíðs rakin

Punktar

Gordon Brown gerði mistök með því að hertaka Kaupþing vegna ummæla Davíðs Oddssonar í Kastljósi. Það segir Richard Portes prófessor í Financial Times í morgun. Hann verði að draga það til baka. Portes segir, að Íslendingar hafi gert afdrifarík mistök í kreppunni. Alvarlegust hafi verið tilvitnuð ummæli Davíðs Oddssonar um greiðslufall. Svo og frétt Davíðs um, að Rússar ætli að lána Íslandi morð fjár, sem hafi svo reynzt vera röng. Hann nefnir ekki dónaleg ummæli Davíðs um norsku hjálpina, að hún sé “hey í harðindum”. Portes segir Davíð fáfróðan og tæknilega óhæfan til að stýra seðlabanka.