Brennuvargar í brunaliði

Punktar

Hvarvetna sé ég gömlu brennuvargana í brunaliðinu. Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson eru enn í Seðlabankanum. Geir Haarde er enn í Stjórnarráðinu. Fjármálaeftirlitið ræður gömlu stjórana í skilanefndir og eftirlit. Bjöggarnir og aðrir útrásarvíkingar eru eina deild varganna, sem fær ekki að vera með í brunaliðinu. Þeir hafa raunar öðrum hnöppum að hneppa í útlöndum. Brunaliðið nýtur einskis trausts, því að alls staðar glittir í brennuvargana. Hér verður ekki hægt að slökkva neina elda að gagni, nema til skjalanna komi brunaverðir, sem ekki eru með níðþunga fortíð á bakinu.