Daglega í fínum málum

Punktar

Daglega segir Geir Haarde, að morgundagurinn verði nokkurn veginn með eðlilegum hætti í utanríkisviðskiptum. Nýr morgunn rís upp og viðskipti við útlönd eru ævinlega í tómu tjóni. Enginn gjaldeyrir er til í landinu, þótt menn hafi montað sig af átta mánaða sjóði. Boðnir eru peningar, sem hann segist ekki þurfa enn. Hann veit vel í dag, að ekki verður til gjaldeyrir á morgun. Hvers vegna er hann þá að ljúga þessu dag eftir dag? Hver lygi sargar af traustinu. Hann hefur misst sambandið við veruleikann eða hefur aldrei haft það. Yfirlýsingar hans og Björgvins vekja ekki traust.