Ríkisstjórnin hámarkar þjáningu þjóðarinnar og óvinsældir sínar. Stjórnin gefur daglega færi á nýjum og svartari fréttum. Hún hrekst úr einu vígi í annað. Daglega segir hún stöðuna vera þolanlega. Á nærri hverri nóttu kemur í ljós, að svo er ekki. Ríkisstjórnin þarf þá að búa til nýja þolanlega lygasögu handa fólki. Þetta flokkast undir áfallahjálp, sem er gagnslaus. Þjóðin þarf alvöruhjálp, sem ríkisstjórnin getur ekki veitt. Hún er einn helzti brennuvargurinn. Þjóðin getur ekki sætt sig við, að brennuvargar hafi forustu í brunavörnum. Geir vinnur sér aldrei aftur traust fólks.