Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur talað skynsamlegast á Alþingi um hina nýju kommissara brunavörzlu og bankagæzlu. Hún telur fráleitt að þeir séu pólitísk kvígildi eins og hingað til hefur tíðkazt. Er notað enn í aðgerðum brennuvarga Fjármálaeftirlitsins. Hún telur réttilega, að það hindri traust fólks á aðgerðunum. Bezt er að skipa nefnd alveg óháðra og vel menntaðra hagfræðinga og peningafræðinga. Þeim verði falið að ráða bankastjóra, framkvæmdastjóra og bankaráð nýrra ríkisbanka. Hýenur stjórnarflokkanna girnast bráðina, eru komnar á kreik og þær þarf að stöðva umsvifalaust.